Jörðin Ytri Bægisá er staðsett við hringveginn  23 km vestan við Akureyri, þar sem Öxnadalurinn og Hörgárdalurinn mætast. Háu fjöllin Tröllaskagans setja sterkan svip á landslagið og náttúrufegurð er mikil.

Litla gistihúsið okkar er notalegur staður fyrir alla sem vilja komast í snertingu við sveitalífið og dýrin, slappa af í fallegu, rólegu umhverfi, en hafa jafnframt góðan aðgang að margs konar afþreyingu.  Ytri Bægisá er einstaklega vel staðsett til skoðunar- og gönguferða um Tröllaskagann.

Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn!

 Stefán og Elisabeth