Gistiheimilið Baegisa

Velkomin í litla fjölskyldurekna gistiheimilið okkar.

Til útleigu eru þrjú 16 fermetra herbergi , öll með uppbúnum rúmum og sérbaðherbergi. Frítt bílastæði er við húsið.  Innifalið í verði er ríkulegur morgunverður. Brauðin okkar eru öll  heimabökuð í steinbakstursofninum okkar.

Gestirnir  geta ávallt fengið sér té og kaffi í boði hússins.

Við bjóðum upp á frítt Wi-Fi.

Eitt herbergi er með tveimur rúmum(geta staðið saman) og einni koju.  Einnig er hægt að bæta inn aukarúmi, ef óskað er eftir því. Á baðherberginu er sturta, vaskur og WC.

Hin tvö herbergin eru eins- bæði með tveimur stökum rúmum( geta staðið saman). Hér má einnig bæta þriðja rúminu við. Baðherbergin eru öll eins með sturtu, vaski og WC.

Við höfum opið allt árið.

Það er hægt að panta kvöldverð ( minnst 24t- fyrirvari). Val er á milli kjötréttar, fiskiréttar eða grænmetisréttar . Litill eftirréttur fylgir.Við leggjum mikla áherslu á að elda sem mest úr íslenskum hráefnum og eftir árstíðum.

Endilega sendið okkur línu: betaoglalli@simnet.is

Hlökkum til að sjá ykkur, Elisabeth og Stefán