Á Ytri Bægisá 2 er rekið blandað bú. Við erum með tæplega 400 fjár, 30 nautgripi, tvær mjólkurkýr til heimilis og nokkra hunda, ketti og hross. Bústörfin eru mjög breytileg eftir árstíma. Sauðburður, heyskapur, smalamennska, rúningur- hér er alltaf eitthvað um að vera.

Gestirnir okkar eru hjartanlega velkomnir að lita í húsin og fá sér góðan nasaþef af sveitalífinu.