Þann 7. febrúar átti Panda að eiga kálfinn sinn, en allt sem gerðist þann dag var að nafnið var valið.
Kálfurinn sjálfur lét hinsvegar ekki sjá sig.
Hugmyndin að nafninu kviknaði í setningarathöfn vetrarólympíuleikanna. Oft mátti heyra stef úr óperunni “Prins Igor” eftir Aleksander Borodin .
Og “Prins Igor” er nú bara býsna fallegt kálfanafn.
Eftir 6 daga bið kom Prinsinn loksins í heiminn að morgni 13. febrúar.
Burðurinn gekk vel og Panda og Igor una sér vel.