Bærinn Ytri Bægisá 2 er einstaklega vel staðsettur í fallegum dal á Tröllaskaganum.Tröllaskaginn er afar fjöllóttur og þekktur fyrir náttúrufegurð sína. Há fjöllin eru mörg krefjandi en skemmtileg áskorun fyrir göngufólk. Frá Ytri Bægisá má fara í fjölbreyttar gönguferðir sem hver getur valið sér eftir getu og tíma, annað hvort beint að heiman ( Strýta, Bægisárdalur, Bægisárjökull, Miðhálsstaðaskógur, Baugasel…) eða eftir stuttan akstur ( Hraunsvatn, Þorvaldsdalur, Gásir/Hörgárós, Hörgárdalur…). Heimafólkið er reiðubúið að aðstoða menn við að finna eitthvað við sitt hæfi. Svo má gjarnan fara hér um slóðir í berjamó. Það finnast bláber, aðalbláber, krækiber og hrútaber.

Á innan við hálftíma akstri er margskonar afþreyingu að finna, eins og til dæmis:

GOTT AÐ VITA!
Gestir okkar fá verulegan afslátt hjá samstarfsaðilum okkar hvalaskoðun á Hauganesi og hvalaskoðun á Dalvík ) ef bókað er í gegnum okkur.

VISSIR ÞÚ að frá BAEGISA.IS eru minna en 90 mín. akstur að Mývatni eða til Húsavíkur og minna en klukkutíma akstur til Siglufjarðar eða Grenivíkur.

ÞAÐ BORGAR SIG AÐ STOPPA LENGUR!

Við erum sannfærð um að það borgi sig að stoppa lengur á hverjum stað og minnka þannig streituna sem gjarnan fylgir ferðalögum. Þess vegna bjóðum við afsláttakjör, ef dvalið er minnst 3 nætur. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma , fylgjast með lífinu á bóndabænum, plana skemmtilega dagsferð eða afþreyingu í samræmi við veðrið og njóta náttúrunnar á staðnum og þess sem hún bíður upp á á hverjum tíma?

Svo koma hér að lokum einhverjar hugmyndir að dagsferðum héðan frá okkur og erum við svo sannarlega til í að aðstoða við að finna eitthvað sem passar við veðrið og áhuga hvers og eins.

Í norður, út Eyjafjörðinn (að vestanverðu): Hauganes, Dalvík, Siglufjörður, Lágheiði…

eða ( að austanverðu): Laufás,Grenivík, Dalsmynnið, Vaglaskógur…

Í austur: Akureyri, Goðafoss, Mývatnssveit, Náttúruböðin, Dettifoss, Húsavík…

Í suður: Akureyri og Eyjafjörður

eða (á jeppa) alla leið upp á hálendið: Akureyri,Eyjafjörður, Laugafell, Aldeyjarfoss…

Í vestur: Öxnadalur, Hólar, Hofsós, Sauðárkrókur,Drangey, Glaumbær,…