ÞAÐ BORGAR SIG AÐ STOPPA LENGUR!
Við erum sannfærð um að það borgi sig að stoppa lengur á hverjum stað og minnka þannig streituna sem gjarnan fylgir ferðalögum. Þess vegna bjóðum við afsláttakjör, ef dvalið er minnst 3 nætur. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma , fylgjast með lífinu á bóndabænum, plana skemmtilega dagsferð eða afþreyingu í samræmi við veðrið og njóta náttúrunnar á staðnum og þess sem hún bíður upp á á hverjum tíma?
Svo koma hér að lokum einhverjar hugmyndir að dagsferðum héðan frá okkur og erum við svo sannarlega til í að aðstoða við að finna eitthvað sem passar við veðrið og áhuga hvers og eins.
Í norður, út Eyjafjörðinn (að vestanverðu): Hauganes, Dalvík, Siglufjörður, Lágheiði…
eða ( að austanverðu): Laufás,Grenivík, Dalsmynnið, Vaglaskógur…
Í austur: Akureyri, Goðafoss, Mývatnssveit, Náttúruböðin, Dettifoss, Húsavík…
Í suður: Akureyri og Eyjafjörður
eða (á jeppa) alla leið upp á hálendið: Akureyri,Eyjafjörður, Laugafell, Aldeyjarfoss…
Í vestur: Öxnadalur, Hólar, Hofsós, Sauðárkrókur,Drangey, Glaumbær,…