Ullin hennar Betu
Ullin biður eftir þvi að togið verður tekið ofan af og þelið siðan kembd. Þetta er mjög skemmtileg vinna, sérstaklega þegar maður er með góðar hljóðbækur til að hlusta á…
Ullin biður eftir þvi að togið verður tekið ofan af og þelið siðan kembd. Þetta er mjög skemmtileg vinna, sérstaklega þegar maður er með góðar hljóðbækur til að hlusta á…
Þann 3.janúar fórum við að skoða göngin okkar. Það vantar ennþá lokafrágangurinn, en þau eru audvitað vel nothæfar nú þegar. Tobbi var frekar smeykur fyrst, en Astrid,Beggi og Bensi gátu lokkað hann í gegn.
Hér eru tvö dæmi af handþæfðum inniskóm.Í botninum liggur laust aukainnlegg úr þæfðri ull og neðan á sólann er penslað fljótandi latex. Það gefur betri endingu og meira grip. Að sjálfsögðu er bara ullin frá Bægisá notuð.
Jólin 2010: hvít hjörtu, þæfð utan um svamp, síðan mynstur saumuð í og skreytt með perlum.
Helgina 13.-14.11. snjóaði geysilega mikið. Beggi og Bensi eru kátir, en ekki endilega Haukur nágranni, sem kemst ekki nema með kröftugri hjálp heim tíl sín.
Sigurður Gíslason frá Steinsstöðum sér um klaufsnyrtingu hjá “stelpunum okkar” Frú Bleik og Snædísi Ófeigur-uppáhaldssauðurinn okkar- rúinn.Bensi og Astrid taka fyrst bjölluna af honum og siðan sér mamma um rúninginn.
Í lok október var stækkunin við fjósið tekin í notkun.Fyrsta máltiðin á nýja staðnum.
Upp úr miðjum október kom kuldinn. ………hvað er betra en að kúra inni í hlýjunni??? Þann 20.10. for svo að snjóa.
Kartöfluuppskeran var mjög góð í ár. Tobbi fylgist grannt með. Fallegir hausttonar og nóg af berjum. Að sjálfsögðu er sláturgerðin á sínum stað og bundnir eru haustkransar.
13.9.2010 var réttað í Þveráréttinni í blíðskaparveðri. Guðmundur Skúlason, Stefán L. Karlsson og Gestur Hauksson taka sér stutta hvíld. Búið að draga!