Það má nýta gamlar lopapeysur í ýmislegt. Þessi kind leit dagsins ljós síðl. helgi.
Búkurinn er í tveimur lögum ( stuttermabolur að innanverðu, lopapeysa að utanverðu).
Haus og fætur eru úr vélprjónuðu efni. Kindin er fyllt með polyesterfillingu.
Augun eru tvær stórar tölur.
Allt efnið í kindinni eru endurnýtt föt úr nytjamörkuðum t.d. hjálpræðishernum.