Jólatré úr rekaviði
Fyrir jól var smíðað jólatré úr rekaviði , hvíttað með panellakki og svo voru settar 25 litlir krókar í, svo það geti t.d.nýst sem aðventudagatal.
Fyrir jól var smíðað jólatré úr rekaviði , hvíttað með panellakki og svo voru settar 25 litlir krókar í, svo það geti t.d.nýst sem aðventudagatal.
Barnaskór með skemmtilegum doppum (litað latex) undir sólunum, svo að eigendurnir renna ekki til og detta. Gráir inniskór með haustmunstri úr ull og fiskiroð.
Tvær mismunandi útgáfur af hliðartöskum .
Loksins eftir langa hönnunnarmeðgöngu leit “Faxi” dagsins ljós. …og til þess að hann verði ekki allt of einmanna fékk hann strax tvo bræður!
Jólin 2013 mega koma! Loksins urðu þeir að veruleika: hekluðu snjókristallarnir, sem eru ótrúlega fallegir. Ekki beint auðvelt að byrja á þeim, en þegar maður er komin af stað verður það fljótt ávanabindandi!!
Þessar kindur eru saumaðar úr gömlum lopapeysum og öðrum notuðum fatnaði. Búkur og haus eru tvöfaldir: lopapeysa að utan , bómullarbolur að innan, og kindurnar fylltar með 100% polyester. Engin er eins.
Þessi hjörtu eru þæfð úr hvítri ull, kjarnin er úr svampi. Síðan eru blöð og blóm saumuð í eftir á. Engin tvö eru alveg eins.
Skemmtilgar línustrikaðar bækur með áfastri ullarkápu. Örþunnt efni/mynd er handþæft , þurrkað og síðan límt utan á stílabók.
Það má nýta gamlar lopapeysur í ýmislegt. Þessi kind leit dagsins ljós síðl. helgi. Búkurinn er í tveimur lögum ( stuttermabolur að innanverðu, lopapeysa að utanverðu). Haus og fætur eru úr vélprjónuðu efni. Kindin er fyllt með polyesterfillingu. Augun eru tvær stórar tölur. Allt efnið í kindinni eru endurnýtt föt úr nytjamörkuðum t.d. hjálpræðishernum.
Tvær mismunandi gerðir af hliðartöskum. Stór innkaupataska úr svartri ull með hvítum lokkum.