Bægisá er kirkjujörð og er henni fyrst getið í heimildum snemma á 14.öld. Í gegnum aldirnar hafa margir prestar og aðstoðarprestar lifað og þjónað hér, þar á meðal eru Hallgrímur Þórsteinsson (1776-1816) og Jón Þorláksson (1744-1819).

Hallgrímur var aðstoðarprestur á Bægisá og er þekktastur fyrir það að vera faðir Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings. Þegar Jónas litli var tveggja ára flutti  fjölskyldan  til Steinsstaða í Öxnadal og var það árið 1809. Hallgrímur drukknaði síðan í Hraunsvatni árið 1816.

Svo er bæjarnafnið Bægisá vel þekkt  úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, nánar tiltekið úr sögunni um djáknann á Myrká. Hér má lesa söguna í heild.

Séra Jón Þorláksson kom að Bægisá á aðventu 1784 og helt staðinn til dánardags árið 1816. Samhliða prestsstörfum  fékkst hann við skáldskap og þýðingar . þekktasta verkið sem hann þýddi  er Paradísamissir eftir enska skáldið John Milton(1608-1674), sem þótti mikið þrekvirki.

Legsteinninn Séra Jóns má finna fyrir framan Bægisárkirkju. Grafinn í hann fyrir ofan nafnið hans er harpa sem minnir okkur á að hann var ekki einungis prestur heldur líka listamaður.

Hörgárdalurinn er heimasveitin Jóns Sveinssonar,Nonna (1857-1944) sem fæddist og ólst upp á Möðruvöllum og Akureyri. Hann for til náms í Evrópu 1870, gekk í jesúítaregluna og var síðan vígður prestur.Hann skrifaði samtals 12 bækur um æsku sína,Nonnabækurnar. Hann dó og er grafinn í Köln í Þýskalandi.