Ýmis falleg gjafavara og nytjamunir eru framleiddir hér á Ytri Bægisá2. Nýting hráefna sem búreksturinn eða náttúran og nærumhverfið gefa af sér er höfð að leiðarljósi í því sambandi. Í sérstöku uppáhaldi er ullin af okkar fé, sem er  notuð til að þæfa inniskó, töskur, sessur, hítaplattar og skrautmuni. Svo eru sápurnar heimagerðar úr tolgi og jurtum. Sulturnar eru heimatilbúnar og er það mjög heppilegt að gott berjaland er alls ekki langt undan.

Einnig er gömlum fötum gefið framhaldslíf með því að sauma úr þeim tuskudýr.