700 gr hveiti
300 gr rúgmjöl
3 tsk. salt
5 tsk. þurrger
600 ml volgt vatn
Hnoða deigið með hrærivél, láta deigið hefast og hnoða síðan aftur. Skipta deiginu í tvo hluta og rúlla ca. 80cm langan streng úr hvorum deigshluta. Breiða rakan (ekki blautan !) klút yfir og láta stengina hefast aftur. Ofninn forhitaður á 250°C. Síðan er fyrri strengurinn lagður í hringi, byrjað í miðjunni af “sniglahúsinu”.Endirinn falinn undir brauðinu. Eins verður farið með seinna strengnum. Brauðin tvö lögð á ofnskúffu og bakað strax. Þegar brauðin eru sett í ofninn er hellt einum bolla af köldu vatni á botn ofnsins og ofninn lokaður eins hratt og hægt er. Gufan sem myndast gefur brauðinu skemmtilega stökka skorpu.
Eftir 5 mín. er hitinn lækkaður í 200°C og brauðin bökuð í u.þ.b. 40 mín.
Leave A Comment