CIMG1133

125 gr lint smjör,

100 gr sykur og

1/2 tsk. vanilludropar eða vanillusykur  þeytt saman í skál (með eldhúsvél eða handþeytara)

Síðan bætt út í:

1 egg

100 gr gróf hakkaðar heslihnetur

150 gr gróft haframjöl

50 gr hveiti og

1 tsk. lyftiduft

Ein teskeið af deigi sett á ofnskúffu í einu og þrýst með skeiðinni ofan á.

Kökurnar bakast við 210°C í 10-13 mín.  Þær verða alveg stökkar þegar þær kólna. Geymast vel í vel lokuðum bauk.

En líklegast reynir ekki á það atriði……þær eru bara einfaldlega svo góðar og klárast á stundinni!