Þráðarleggir
Áður fyrr geymdu íslenskar konur saumþráð, sem þær spunnu úr ull, undinn upp á kinda- eða geitaleggi. Hétu það þráðarleggir. Garninu var vafið þétt um legginn til að myndaðist mynstur og siðan endinn festur svo að ekki rakni upp. Sjálfir leggirnir voru stundum litaðir og jafnvel skreyttir. Þráðarleggir voru fyrrum vinsælir til gjafa meðal kvenna [...]