Haustglaðningur
Öllum að óvörum báru tvær ær sitt hvoru lambi með þriggja daga millibili í lok september. Gimbrarnar voru nefndar Ábót og Viðbót. …….og frá Albertínu og Jósefínu er líka allt gott að frétta. Þær eru búnar að hafa það gott í sumar.
Öllum að óvörum báru tvær ær sitt hvoru lambi með þriggja daga millibili í lok september. Gimbrarnar voru nefndar Ábót og Viðbót. …….og frá Albertínu og Jósefínu er líka allt gott að frétta. Þær eru búnar að hafa það gott í sumar.
Í haust koma lömbin væn og falleg af fjalli. Það smalaðist vel í göngunum þrátt fyrir snjó og misjafnt veður. Miðvikudaginn 18.9. 2013 komu Guðmundur Skúlason, Pálmi frændi og Gestur Hauksson til að aðstoða við vigtun og flokkun á féinu. 340 kindur fóru í slátrun þann 20.9. og útkoman úr því var mjög góð, meðalvigt [...]
Þann 8.9.2013 kemur þessi fallega kýr frá Steinsstöðum til okkar. Snædís, Frú Bleik og Mjaðveig taka vel á móti henni. Þetta gekk án stórra vandræða að láta hana venjast nýju umhverfi. Hún Panda er geðgóð og róleg. Þessar myndir eru teknar á síðasta ævikvöldi Frú Bleik. Bergur Þór gaf henni aukaskammt af fóðurbæti og [...]
Í garðinum…. úti í móum…. ……og í gróðurhúsinu. Og ef veðurspáin fyrir helgina á að ganga eftir er eins gott að hafa hraðar hendur. Það lítur úr fyrir að veturinn ætli að koma snemma í ár.
Aðfaranótt 1. ágúst var næturfrost og kartöflugrösin fengu veglegann skell, en féllu þó ekki alveg. Vonandi er eitthvað eftir af sumrinu. Berin myndu alveg þiggja smá sól og hita….og við líka!
Tvær mismunandi útgáfur af hliðartöskum .
Við erum að slá nýtt met í ár! Aldrei áður á okkar búskapartíð hófst heyskapurinn eins seint og í ár. Eins og sést er líka óvenju mikill snjór eftir í fjöllunum. Það var slegið þann 19.07. og fyrstu rúllurnar voru pakkaðar þann 21.07. Benedikt og Bergur Þór láta fara vel um sig eftir unnið verk.
Loksins er síðasti snjórinn farinn og það er orðið ljóst að stærri hluti túna hefur skemmst undan snjónum og ísnum. Ingvar Björnsson ráðunautur tók út skaðan í vikunni. Þann 1. 6. mættu verktakar til að plægja og sá í u.þ.b. 15 ha af skemmdum túnum. Stefán að skoða skaðann.
Þann 7. maí, á afmælisdegi Astridar, fæddist flottur nautkálfur. Snædís er augljóslega mjög ánægð með þann litla. Hann er nú líka einstaklega fallegur. Bensi fann nafnið á hann: Ástríkur!
Tvær lambadrottningar fæddust eftir hádegi þann 1. maí. Sólveig spjallar við nöfnu sína á meðan Móbotna er að kara systur hennar.