Endurvinnsluhestur
Loksins eftir langa hönnunnarmeðgöngu leit “Faxi” dagsins ljós. …og til þess að hann verði ekki allt of einmanna fékk hann strax tvo bræður!
Loksins eftir langa hönnunnarmeðgöngu leit “Faxi” dagsins ljós. …og til þess að hann verði ekki allt of einmanna fékk hann strax tvo bræður!
Laugardaginn 16.3. 2013 kom hópur bænda úr Húnavatnssýslu til okkar að skoða fjárhúsin. Stefán synir hér gjafagrindurnar. Eftir að hafa litast um var öllum boðið inn í kaffi. Handverkskona úr hópnum gaf okkur þennan fallega púða. Takk fyrir okkur!
Jólin 2013 mega koma! Loksins urðu þeir að veruleika: hekluðu snjókristallarnir, sem eru ótrúlega fallegir. Ekki beint auðvelt að byrja á þeim, en þegar maður er komin af stað verður það fljótt ávanabindandi!!
Þessa dagana er verið að snoða á Ytri Bægisá. Það er nú ekki mikið ullarmagn á hverri kind, en margt smátt gerir eitt stórt. Að sjálfsögðu þarf að snoða hann Ófeig líka og hann Logi Ingólfsson fylgist með. Ófeigur var eins og venjulega einstaklega þægur og fékk köggla í verðlaun og Bensi setti bjölluna hans [...]
Rétt eftir jól fékkst þessi glæsilega eldhúsinnrétting úr Rauðumýrinni á Akureyri. (Takk Inga Vala!!) Núna er mikið pláss fyrir allt milli himins og jarðar og sköpunargleðin getur farið á flug. ….alla vega nóg af ull til að vinna með….
Féið er að mestu leyti komið heim. Stefán og Hermann frændi eru að reka inn til að vigta og sortera. Kálfarnir njóta veðurblíðunnar . Í miðhálsstaðaskógi ríkir einstök litadýrð um þessar mundir. Horft heim í Bægisá. Séð suður í Öxnadalinn. Bægisárdalurinn – séð að handan
Fyrsti snjórinn alla leið niður í byggð kom þann 10.september í ár. Veturinn er allt of snemma á ferðinni þetta árið. Einmitt þegar uppskerutíminn er kominn í grænmetisgarðinum. En bót í máli er að göngurnar sem eru framundan verða trúlega léttari, því flestar kindurnar koma niður af sjálfsdáðum við þessar aðstæður.
Snædís og Frú Bleik kveðja lömbin og ærnar. Sjáumst í haust! Gömlu fjárhúsin í Hrauni. Nú er engum til setunnar boðið. Hver vill vera fyrstur á fjall! Astrid ,Stefán og Bensi passa upp á að réttu lömbin fara með mömmu sinni.
Þann 23.maí 2012 eignaðist nágrannatíkin Píla 6 hvolpa……eftir óplanaðri þungun. Tobbi þó!! Mikið eru þeir sætir!!!!
Miðjan maí kom eitt kröftugt vertarskot. Jörðin var alhvít og mátti hýsa allt féð. Sem betur fer gekk þetta yfir á tveimur sólarhringum.