About admin

This author has not yet filled in any details.
So far admin has created 136 blog entries.

Bændur af Vatnsnesi í heimsókn

Laugardaginn 16.3. 2013 kom hópur bænda úr Húnavatnssýslu til okkar að skoða fjárhúsin. Stefán synir hér gjafagrindurnar. Eftir að hafa litast um var öllum boðið inn í kaffi. Handverkskona úr hópnum gaf okkur þennan fallega púða. Takk fyrir okkur!

By |2013-03-19T18:37:19+00:00mars 19th, 2013|Uncategorized @is|0 Comments

Heklaðir snjókristallar

Jólin 2013 mega koma! Loksins urðu þeir að veruleika: hekluðu snjókristallarnir, sem eru ótrúlega fallegir. Ekki beint auðvelt að byrja á þeim, en þegar maður er komin af stað verður það fljótt ávanabindandi!!

By |2013-03-09T16:00:52+00:00mars 9th, 2013|Heimaframleiðsla|0 Comments

Vorverkin að byrja á bænum

Þessa dagana er verið að snoða á Ytri Bægisá. Það er nú ekki mikið ullarmagn á hverri kind, en margt smátt gerir eitt stórt. Að sjálfsögðu þarf að snoða hann Ófeig líka og hann Logi Ingólfsson fylgist með. Ófeigur var eins og venjulega einstaklega þægur og fékk köggla í verðlaun og Bensi setti bjölluna hans [...]

By |2013-03-09T15:42:55+00:00mars 9th, 2013|Uncategorized @is|0 Comments

Það haustar í sveitinni

Féið er að mestu leyti komið heim. Stefán og Hermann frændi eru að reka inn til að vigta og sortera. Kálfarnir njóta veðurblíðunnar .   Í miðhálsstaðaskógi ríkir einstök litadýrð um þessar mundir. Horft heim í Bægisá. Séð suður í Öxnadalinn. Bægisárdalurinn – séð að handan

By |2012-09-30T14:25:33+00:00september 30th, 2012|Uncategorized @is|0 Comments

Snjór í september

Fyrsti snjórinn alla leið niður í byggð kom þann 10.september í ár. Veturinn er  allt of snemma á ferðinni þetta árið. Einmitt þegar uppskerutíminn er kominn í grænmetisgarðinum. En bót í máli er að göngurnar sem eru framundan verða trúlega léttari, því flestar kindurnar  koma niður af sjálfsdáðum við þessar aðstæður.

By |2012-09-10T13:11:01+00:00september 10th, 2012|Uncategorized @is|0 Comments
Go to Top