Snjór í september
Fyrsti snjórinn alla leið niður í byggð kom þann 10.september í ár. Veturinn er allt of snemma á ferðinni þetta árið. Einmitt þegar uppskerutíminn er kominn í grænmetisgarðinum. En bót í máli er að göngurnar sem eru framundan verða trúlega léttari, því flestar kindurnar koma niður af sjálfsdáðum við þessar aðstæður.