Rúningur langt kominn

Um þessar mundir erum við að klára rúninginn þetta haust. Tíðinn er búinn að vera nokkuð góð, svo ekkert hefur legið á að taka ærnar inn. á mynd: Beggi að aðstoða við að taka ullina frá.

By |2011-11-20T20:53:22+00:00nóvember 20th, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Ull er gull

Helgina  11. og 12. 11. 2011 var haldið frábært námskeið á Hvanneyri. Þar lærði Beta meðal annars að þvo, kemba og spinna ull. Myndin að neðan sýnir afraksturinn.  

By |2011-11-20T20:52:29+00:00nóvember 20th, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Réttir

Mánudaginn 19.9.2011 var réttað í þverárétt. Það var rigningarlegt,en milt í veðri. Beggi og Bensi að hjálpast að og þeim til aðstoðar er Höskuldur Logi Hannesson. Astrid María er mjög öflug að draga. Gestur Hauksson og Guðmundur Skúlason eru að hjálpa okkur. Stefán bóndi er að koma einni rollu í dilkinn hjá Guðmundi.

By |2011-09-30T11:47:46+00:00september 30th, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Stuttur berjatími

Strax í byrjun september, loksins þegar berin voru til, var kominn snjór í fjöllin. Það var alveg nóg af berjum, en tíminn til týnslu naumur. Aðfaranótt 10.9. kom hörku næturfrost og skemmdi allt sem til var.

By |2011-09-18T18:52:34+00:00september 18th, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Gróðurhúsið hennar Betu

Í april smíðuðu Stefán og Hermann frændi frá Ísafirði þetta fína gróðurhús upp við vélageymsluna. Það kom strax að mjög góðum notum í sumar, þar sem sumarið var kalt og lítið spratt úti. Uppskeran af salati, kúrbítum, hindberjum og jarðarberjum var góð.  

By |2011-09-18T18:39:43+00:00september 18th, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Óvænt útifæðing í sól og blíðu

Þann 12.maí átti Snædís  litla rauða kvígu. Hún fæddist úti í sól og blíðu án þess að nokkur vissi. Þegar að var komið lá Frú Bleik  hjá henni og Snædís fylgdist með. Litla hlaut nafnið Sóldís.   Það var síðan hægara sagt en gert að koma þeim þremur inn. Sóldís þurfti töluverða “hvatningu” frá Bensa, [...]

By |2011-05-22T16:22:53+00:00maí 22nd, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Lambakóngurinn fæddur

  Þann 1. maí fæddist lambakóngurinn á Bægisá. Móðir hans er gemlingur nr.0001. Burðurinn gekk vandræðalaust fyrir sig. Litli hlaut nafnið Hermann- skírður í höfuðið á Hermanni frænda frá Ísafirði sem er sauðburðaraðstoðamaður í ár.

By |2011-05-01T18:58:29+00:00maí 1st, 2011|Uncategorized @is|0 Comments

Ómskoðun

  Föstudaginn 25.3.2011 kom Gunnar Björnsson til að fosturtelja. Talningin syndi heldur lakari frjósemi en í fyrra. Guðmundur Skúlason frá Staðarbakka aðstoðaði.

By |2011-04-01T09:24:37+00:00apríl 1st, 2011|Uncategorized @is|0 Comments
Go to Top