Byggingin heldur áfram
25.8. koma gólfbitarnir og framhliðin er í leiðinni færð á nýja staðinn sinn.
25.8. koma gólfbitarnir og framhliðin er í leiðinni færð á nýja staðinn sinn.
Kaffitíminn haldinn úti á túni - enda gott að klára að rúlla á meðan sólin skín svona duglega.
Í júni var byrjað á fjósviðbyggingunni. Margar hendur að hjálpast að. Jónas Baldursson steypir kjallaraveggina með okkur. Kola , Beggi og Astrid fylgjast með framkvæmdina.
Bensi hefur umsjón með heimalningunum. Allir eiga að fá sína mjólk og siðan er farið út.
Á hvítasunnudegi komu Karmelsysturnar frá Akureyri í sveitaheimsokn. Þótti þeim skemmtilegt að fá að halda á lömbunum.
Tveir tveggja daga gamlir – ótrúlegur stærðarmunur
Þann 14.maí klukkan 22.45 fæddist eftir 5 daga bið fallegur nautkálfur. Mamma Snædís var þreytt, en mjög stolt.
Kýrnar okkar fengu að rölta út í góða veðrinu þann 1. maí og nutu þess vel.
Ærin Anna bar fyrstu lömbunum í ár, tveimur mórauðum hrútum þann 31.4.2010. Þeir eru sprækir og duglegir að sjúga.