Sturtusápan er handgert sápustykki sem er þæft inn í ull og með handfangi á.Þannig getur maður tekið sturtusápuna auðveldlega með sér í sturtu og hengt hana síðan fram til þerris eftirá.
Liturinn gefur tilkynna um hvaða sápu er að ræða: sítrónusápa,tólgarsápa,rósasápa og mandarínu/appelsínusápa
Sjampósápan er sápa sem freyðir extra mikið og mjög lítið af henni dugar fyrir hvern hárþvott. Leyndarmál sjampósápunnar er laxerolían.Laxerolía ásamt kókosfeiti freyða mest af öllum fitum og olíum og eru aðaluppistaðan í þessari sápu fyrir utan ólívuolíuna.