Endurvinnslukindin er búin að eignast lömb
Það eru komnar litlar kindur, sem eiga sér lítið leyndarmál…. Þær geyma nefnilega spiladós. Augun eru engar tölur, heldur saumaðar í úr einbandi, svo að engin hætta geti stafað af þeim.
Það eru komnar litlar kindur, sem eiga sér lítið leyndarmál…. Þær geyma nefnilega spiladós. Augun eru engar tölur, heldur saumaðar í úr einbandi, svo að engin hætta geti stafað af þeim.
Nú hafa hvalir úr endur-unnum peysum litið dagsins ljós.
Sætur minjagripur um fallegt sumarfrí á Íslandi. Þæfð kúla myndar búkinn og restin er skorin úr tré og máluð með akrýlmálningu.
Hér er á ferðinni skemmtileg blanda úr blautþæfingu, þurrþæfingu og útsaum. Þó að mörgum sé illa við túnfífillinn þá má hann samt eiga það að hann er bæði afar nytsamlegur og fallegur með stóru gulu blómin sín.
“Lauf” úr plasti eru þæfð inn í töskuna og að lokum er skorið á “laufin” og plastið fjarlægt. Brúnirnar eru svo brettar upp og þæfðar perlur saumaðar í.
Alltaf gaman að leika sér að tölum!! Gamlar tölur, nýjar tölur, hvítar og litaðar….
Útlínur hvannarinnar eru þæfðar með, en til að skýra myndina er saumað ofan í blómið með útsaumssporum
Hún lítur út fyrir að vera einföld,en er töluverð flókin í framkvæmd! Fyrst þarf að byrja á því að lykkja hvíta og svarta hluta handfangsins saman, síðan tengja það töskunni sjálfri sem er að hluta til úr hvítri og svartri ull.
Það fjölgar í endurvinnsludeildinni. Þessar kisur litu dagsins ljós eftir þó nokkuð langa hönnun í huganum.
Þæft er hér utan um fallega slípað sjávargrjót og einhver blóm saumuð í eftirá.