CIMG3488CIMG3483

Í haust fengum við  sjaldséða heimsókn: Silkitoppa  settist á girðinguna okkar. Hún er einstaklega falleg með gula beltið sitt á stelinu.

Astrid náði þessum myndum af henni .

CIMG3514

Og svo var auðvitað rúningurinn á verkefnaskrá. Ófeigur var eins og vanalega einstaklega þægur og fékk sér göngutúr út á hlað

í fylgd Loga og Bensa að verkinu loknu, því það var frekar milt þann dag.

CIMG3515CIMG3523CIMG3518

Í nóvember eignaðist Píla hvolpa með honum Tobba okkar í annað sinn……ekki frekar planað núna en í fyrra skiptið.

Tobbi þó!! Beggi var samt ánægður með sætu hvolpana! Það er nú ekki hægt annað.

CIMG3525

Stuttu seinna lést Tryggur gamli eftir stutt veikindi. Hans er sárt saknað.

Elsku Tryggur okkar- hafðu þökk fyrir allt!