turthfd

 

500g hveiti

100g duft af pakkastöppu

2tsk. salt

3tsk. þurrger

500 ml volgt vatn

 

Hnoða allt saman með hrærivél. Láta deidið hefast á hlýjum stað. Hnoða deigið í annað sinn. Pensla ofnskúffu með olíu og strá smávegis af hveiti yfir. Fletja degið út á skúffunni og svo verður hugmyndaflugið að taka yfir !!!

Ef brauðið á að vera meðlæti með ítölskum mat t.d. getur verið sniðugt að pensla það með hvítlauksolíu og strá pizzukryddi yfir.

Ef brauðið á að vera meðlæti með góðri súpu,getur verið gott að strá rifnum osti  yfir.

Og bara hafa það eftir smekk og veðri, hvað sett er á (sesam- og birkifræ henta líka vel, eins og gróft salt og kúmen…)og hvort nokkuð!

Brauðið er bakað í 15 mín. við 200°C og síðan er hitinn lækkaður í 175°C, bakað í aðrar 15 mín.