250 gr. heilhveiti
250 gr. rúgmjöl
60 gr. hörfræ
60 gr. sólblómafræ
60 gr. sesamfræ eða groft haframjöl
1 msk. korianderduft
5 tsk. þurrger
3 tsk. salt
volgt vatn
Setja öll þurrefnin í hrærivélaskál, hella smám saman volgt vatn saman við , svo að deigið verður miðlungsþétt.( Það á að vera hægt að snerta deigið án þess að klistrast allur). Láta deigið hefast, hnoða það aftur og búa til tvo hringlótta hleifa, setja þá á ofnskúffu. Skera með beittum hnífi kross í hleifanna, láta þá hefast aftur í smástund. Forhita ofninn á 200°C. Baka brauðin í 1 klst.