500 gr. sigtimjölMyndir 378

125 gr. heilhveiti

125 gr. rúgmjöl

250 gr. 3- korna- blanda

100 gr. hörfræ

100 gr. sesmfræ

150 gr. sólblómafræ

175 gr. sykurrófusírop

1 l. súrmjólk (gott að hafa hana volga, 30°C)

7 tsk. þurrger

4 tsk. salt

Öllu hrært saman í eldhúsvél. Pensla 2 jólakökumót með smjöri/ólíu og strá rúgmjöli í. Setja svo deigið í mótin og siðan beint í ofninn.

Bakað við 150°C í 2-2 1/2 tíma. Á meðan brauðið bakast á að standa aukalega skál með heitu vatni í í ofninum.

Best er að láta brauðið kolna vel, pakka það siðan í plastpoka og geyma það til næsta dags. Það gengur betur að skera það í sneiðar þá. Það getur verið sníðugt að pakka nokkrum sneiðum í einu þétt í poka og geyma í frosti.