Þetta brauð þarf tíma! Ef það á að hafa það með kvöldmatnum, þarf að byrja kvöldið áður!
Sem sagt þarf að byrja á því að búa til fordeig úr
150 gr. hveiti
3 msk. mjólk
1/2 tsk. þurrger
150 ml. volgt vatn
Þessu er hrært saman með sleif og látið standa yfir nótt á hlýjum stað.Setja rakt handklæði yfir skálina.
Morguninn eftir er sett aukalega út í og hrært saman við með sleif:
200 gr. sigtimjöl
150 gr.hveiti
1 msk. ólifuólíu
1 1/2 tsk. salt
250ml. volgt vatn
Núna þarf deigið aftur að bíða á hlýjum stað. Það fara að myndast stórar loftbólur í deiginu.
Deigið stendur alveg fram á kvöld. Þá er deiginu mokað beint úr skálinni á bökunarplötuna (alls ekki hnoða !!!) og það lagt sem tvö aflöng brauð. Brauðin jafna sig á meðan ofninn hitnar (forhítaður á 220°).
Brauðin bökuð í 30 mín.
Frábært meðlæti með grilkjöti.