800 gr hveiti Myndir 207

200 gr sigtimjöl

200 gr heilhveiti

5 tsk. þurrger

3 tsk. salt

ca. 700 ml volgt vatn

Þetta er grunnuppskrift af einföldu brauði sem má útfæra á ýmsan hátt. Það má  t.d. bæta út í

– 100 gr fimmkornablanda   eða

– 1-2 msk. kúmen   eða

– 1 msk. maltextrakt og 200 gr sólblómafræ  eða

– 1 msk. maltextrakt , 4 msk. birkifræ og 2 stórar rifnar gulrætur    eða

– 200 gr gróft músli og etv. nokkrar aukarúsinur

Hnoða deigið og láta hefast á hlýjum stað. Hnoða deigið siðan aftur. Mota tvo aflanga hleifa og leggja  á ofnskúffu. Pensla hleifanna með vatni, skera jafnvel rákir í þá og /eða strá hveiti, fræjum yfir. Láta hleifanna aðeins hefast aftur og setja þá svo í forhitaðan ofn við 250°C. Áður ofninum er lokað er hellt einni ausu af vatni í hann. Þá myndast skyndilega mikil gufa og ofninum er lokað eins hratt og hægt er. Þannig bakast brauðið í 5 mínútur og þá er hitinn lækaður í 200° C og brauðið bakað til enda (uþb. 40 mín.- eftir því hvort óskar er eftir mjög stökkri skorpu eða síður).

Myndir 339Myndir 554