Handgerðar sápur

Ég nota ekki gervi litarefni í sápurnar mínar heldur læt duga að nota náttúruleg efni á borð við spínatduft, gulrótarsafa o.s.fv. Til að gefa sápnum ilm nota ég ilmkjarnaolíur. sápur ú tólgi: Önnur er lyktarlaus og er lituð með fíflum,  hin er með salvíublöðum og salvíuolíu súkkulaðisápa og jólasápa (með kanil- og vanilluolíu) handsápa með [...]

By |2011-12-02T20:14:48+00:00desember 2nd, 2011|Heimaframleiðsla|0 Comments

Sjampó og sturtusápa ”a la Bægisá”

Sturtusápan er handgert sápustykki sem er þæft inn í ull og með handfangi á.Þannig getur maður tekið sturtusápuna  auðveldlega með sér í sturtu og hengt hana síðan fram til þerris eftirá. Liturinn gefur tilkynna um hvaða sápu er að ræða: sítrónusápa,tólgarsápa,rósasápa og mandarínu/appelsínusápa Sjampósápan er sápa sem freyðir extra mikið og mjög lítið af henni [...]

By |2011-12-02T20:04:48+00:00desember 2nd, 2011|Heimaframleiðsla|0 Comments

Hitaplattar

Það er komin ný tegund af hitaplöttum undir te- eða kaffikönnur: fífan er þæfð á og  stilkurinn saumaður í eftir að hitaplattinn er fullþæfður og þurrkaður.

By |2011-11-20T20:54:52+00:00nóvember 20th, 2011|Heimaframleiðsla|0 Comments

Fleiri töskur

Þessi taska er þæfð úr svartri lambsull. Botninn er sporöskjulagaður og stífaður með auka innlegg . Framan á töskunni eru litlir bútar úr fiskiróði. Í efri kantinn eru saumaðar fimm umferðir með saumavél. Nokkrar töskur með síðum axlaböndum. Það hefur reynst mér best varðandi reimarnar að þæfa utan um heklaða snúru úr plötulopa(9-fald),til að fá [...]

By |2011-10-05T16:10:30+00:00október 5th, 2011|Heimaframleiðsla|0 Comments

Þæfðir inniskór

    Hér eru tvö dæmi af handþæfðum inniskóm.Í botninum liggur laust aukainnlegg úr þæfðri ull og neðan á sólann er penslað fljótandi latex. Það gefur betri endingu og meira grip. Að sjálfsögðu er bara ullin frá Bægisá notuð.

By |2010-12-07T18:39:43+00:00desember 7th, 2010|Heimaframleiðsla|0 Comments

Þráðarleggir

Áður fyrr geymdu íslenskar konur saumþráð, sem þær spunnu úr ull, undinn upp á kinda- eða geitaleggi. Hétu það þráðarleggir. Garninu var vafið þétt um legginn til að myndaðist mynstur og siðan endinn festur svo að ekki rakni upp. Sjálfir leggirnir voru stundum litaðir og jafnvel skreyttir. Þráðarleggir voru fyrrum vinsælir til gjafa meðal kvenna [...]

By |2010-07-30T15:49:39+00:00júlí 30th, 2010|Heimaframleiðsla|0 Comments

Jólahandverk

  Búkurinn af jólasveinumum er litil steinvala sem þykkt ullarlag er þæft utan um. Húfan er þæfð sér og saumað á eftir á. Siðast eru litlar krullur stungnar í með filtnál (þurrþæfingaaðferð)   Kramarhús úr þæfðri ull, skreytt á margvíslegan hátt (notað eru perlur, satínborði og blundur). Kramarhúsin eru stífuð  með sykurvatni .     [...]

By |2010-08-31T20:25:37+00:00júlí 30th, 2010|Heimaframleiðsla|0 Comments

Ullardýr

Dýrin eru að jafnaði þannig uppbyggð að það er klippt úr svampi og  siðan klætt með ull. Siðan er dyrið þæft og endalegt útlitið motað. Eftir þurrkun eru augu saumuð í.     

By |2010-07-30T15:27:59+00:00júlí 30th, 2010|Heimaframleiðsla|0 Comments
Go to Top