Loksins kominn berjatíminn
Í garðinum…. úti í móum…. ……og í gróðurhúsinu. Og ef veðurspáin fyrir helgina á að ganga eftir er eins gott að hafa hraðar hendur. Það lítur úr fyrir að veturinn ætli að koma snemma í ár.
Í garðinum…. úti í móum…. ……og í gróðurhúsinu. Og ef veðurspáin fyrir helgina á að ganga eftir er eins gott að hafa hraðar hendur. Það lítur úr fyrir að veturinn ætli að koma snemma í ár.
Aðfaranótt 1. ágúst var næturfrost og kartöflugrösin fengu veglegann skell, en féllu þó ekki alveg. Vonandi er eitthvað eftir af sumrinu. Berin myndu alveg þiggja smá sól og hita….og við líka!
Við erum að slá nýtt met í ár! Aldrei áður á okkar búskapartíð hófst heyskapurinn eins seint og í ár. Eins og sést er líka óvenju mikill snjór eftir í fjöllunum. Það var slegið þann 19.07. og fyrstu rúllurnar voru pakkaðar þann 21.07. Benedikt og Bergur Þór láta fara vel um sig eftir unnið verk.
Loksins er síðasti snjórinn farinn og það er orðið ljóst að stærri hluti túna hefur skemmst undan snjónum og ísnum. Ingvar Björnsson ráðunautur tók út skaðan í vikunni. Þann 1. 6. mættu verktakar til að plægja og sá í u.þ.b. 15 ha af skemmdum túnum. Stefán að skoða skaðann.
Þann 7. maí, á afmælisdegi Astridar, fæddist flottur nautkálfur. Snædís er augljóslega mjög ánægð með þann litla. Hann er nú líka einstaklega fallegur. Bensi fann nafnið á hann: Ástríkur!
Tvær lambadrottningar fæddust eftir hádegi þann 1. maí. Sólveig spjallar við nöfnu sína á meðan Móbotna er að kara systur hennar.
Laugardaginn 16.3. 2013 kom hópur bænda úr Húnavatnssýslu til okkar að skoða fjárhúsin. Stefán synir hér gjafagrindurnar. Eftir að hafa litast um var öllum boðið inn í kaffi. Handverkskona úr hópnum gaf okkur þennan fallega púða. Takk fyrir okkur!
Þessa dagana er verið að snoða á Ytri Bægisá. Það er nú ekki mikið ullarmagn á hverri kind, en margt smátt gerir eitt stórt. Að sjálfsögðu þarf að snoða hann Ófeig líka og hann Logi Ingólfsson fylgist með. Ófeigur var eins og venjulega einstaklega þægur og fékk köggla í verðlaun og Bensi setti bjölluna hans [...]
Rétt eftir jól fékkst þessi glæsilega eldhúsinnrétting úr Rauðumýrinni á Akureyri. (Takk Inga Vala!!) Núna er mikið pláss fyrir allt milli himins og jarðar og sköpunargleðin getur farið á flug. ….alla vega nóg af ull til að vinna með….
Féið er að mestu leyti komið heim. Stefán og Hermann frændi eru að reka inn til að vigta og sortera. Kálfarnir njóta veðurblíðunnar . Í miðhálsstaðaskógi ríkir einstök litadýrð um þessar mundir. Horft heim í Bægisá. Séð suður í Öxnadalinn. Bægisárdalurinn – séð að handan