CIMG0495

Þetta er mjög einfalt og fljótlegt brauð fyrir fólk sem á engar brauðbaksturshæfileika!

5 dl hveiti

3 tsk. lyftiduft

Aukalega eftir smekk: rúsinur, sólblómafræ, fjallagrös, sesamfræ, hakkaðar hnetur….

(þetta kemur sér vel, því það er hvorki salt né sykur í deiginu)

2 dl súrmjólk

2 dl sjóðandi vatn

Fyrst eru sett þurrefnin í skál, síðan er súrmjólkinni og vatninu hellt yfir og öllu blandað saman með sleif.

Brauðið er bakað í vel smurðu jólakökumóti við 180°C í u.þ.b. 40 mínutur.