CIMG1117

1 kg hveiti

5 tsk. þurrger

2 tsk. salt

u.þ.b. 650 ml  volgt vatn

Hnoða öllu vel saman í hrærivél. Það er gott að hafa deigið nokkuð mjúkt,en samt þannig að það sé hægt að móta snittubrauðin án þess að deigið klístrist allt of mikið í hendurnar.

Láta hefast vel og hnoða síðan aftur í höndunum á bekknum. Úr þessari uppskrift móta ég sex snittubrauð ( 3 á hverja ofnskúffu). Svo þurfa snittubrauðin að ná að rétta úr sér aftur og áður en þau fara í ofninn þarf að pensla þau með mjólk eða saltvatni til að fá svolítinn gljáa á þau. Það er skemmtilegra að skáskera yfirborðið nokkrum sinnum til að fá þetta týpiska “baguette”útlit.

Það er líka hægt að strá rifnum osti yfir brauðin rétt fyrir bakstur eða fræblöndu.

Brauðin bakast öll í einu á blæstri við 220 °C  í u.þ.b. 20 mínutur.

Það er ekkert mál að frysta snittubrauðin og baka þau seinna upp eftir þörfum, annað hvort eins og þau eru eða sem hvítlauksbrauð (skera með stuttu millibili í brauðið með beittum hníf  u.þ.b. 2cm djúpt og smyrja hvítlaukssmjör ofan í “sárin”)

 

ATH. Þetta deig er mjög hentugt í alls konar bakstur,svo sem pítsubotn, fyrir ostaslaufur ,pítsusnúða og þess háttar.