Þessi uppskrift er fyrir 5 rúgbrauð (bökuð í fimm mjólkurfernum)
750 gr rúgmjöl
460 gr heilhveiti
1,5 l súrmjólk
4 1/2 tsk. natron
2-3 tsk. salt
1 litil dós sírop
Hræra öllu saman í skál og setja deigið passlega í 5 fernur, brjóta upp á þær og láta þær standa í bakaraofninum í 7 klukkustundir við 100° C.
Láta fernurnar aðeins kólna áður en brauðin eru tekin upp úr.