400 gr rúgmjöl
400 gr hveiti
100 gr sykur
4 tsk. þurrger
1 tsk kanil og 3 tsk brúnkökukrydd
u.þ.b. 500 ml volgt kaffi
Hnoða úr þessu mjúkt gerdeig í eldhúsvél og láta hefast.
Á meðan skera smátt: 300 gr sveskjur
150 gr apríkósur
150 gr fíkjur
Taka til aukalega 100 gr heilar heslihnetur og 200 gr rúsínur.
Þegar deigið er búið að lyfta sér vel, moka því á eldhúsbekkinn og hnoða ávextina og hneturnar saman við deigið.
Móta 3 hleifa úr deiginu og leggja þá á bökunarplötu. Láta þá hefast svolitla stund.
Baka síðan í 50-60 mín. við 200° C.
Þegar bökunartíminn er rúmlega hálfnaður, taka brauðin stutt út og pensla hleifana með kartöflumjölsglasúr og klára síðan baksturinn. Þannig fá brauðin flottan gljáa.
(Kartöflumjölsglasúrinn er þannig búinn til: 50 gr af kartöflumjöli er létt brúnað á þurri pönnu,síðan er hellt 375ml af vatni út í,hrært vel og þetta látið sjóða í örstutta stund. Það myndast auðveldlega kekkir!! Þess vegna er öllu hellt í gegnum sigti og tilbúni glasúrinn sykraður létt eftir smekk. Þennan glasúr má geyma í krukku í ísskápnum. Sniðugt að eiga hann til á aðventunni- hentar vel við allskyns hunangskökubakstur.
Bragðast best með smjöri.