About admin

This author has not yet filled in any details.
So far admin has created 136 blog entries.

Svipmyndir úr sauðburðinum

Tveir sauðburðavaktmenn orðnir svefninum að bráð. Sum þurfa “gjörgæslu” og aukapela. Afi Kalli að líta á einn flottan: alhvítur með eitt svart eyra.

By |2012-05-28T09:11:50+00:00maí 28th, 2012|Uncategorized @is|Slökkt á athugasemdum við Svipmyndir úr sauðburðinum

Kind-Ull- Band- Peysa- Kind: Endurvinnslukindur

  Þessar kindur eru saumaðar úr gömlum lopapeysum og öðrum  notuðum fatnaði. Búkur og haus eru tvöfaldir: lopapeysa að utan , bómullarbolur að innan, og kindurnar fylltar með 100% polyester. Engin er eins.

By |2012-05-28T09:06:16+00:00maí 28th, 2012|Heimaframleiðsla|Slökkt á athugasemdum við Kind-Ull- Band- Peysa- Kind: Endurvinnslukindur

Lambakóngur fæddur

Er maður ekki sætur???!!!! Í dag 24.4. 2012 fæddist lambakóngurinn á bænum. Hann kom reyndar 10 dögum fyrir tímann, en hann braggast vel og hann hlaut nafnið Tumi þumall.   Mamman er afar stolt og glöð með litla hrútinn sinn.   Og hver er nú sökudólgurinn????

By |2012-04-24T19:47:41+00:00apríl 24th, 2012|Uncategorized @is|Slökkt á athugasemdum við Lambakóngur fæddur

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn Fyrsti 19. apríl 2012: Vetur og sumar frusu saman svo að það má búast við góðu og sólríku sumri-allavega lofaði fyrsti dagurinn góðu! Bensi og Astrid leggja af stað í þann langþráða fyrsta reiðtúr ársins  Frú Bleik og Snædís fóru í labbitúr til að heilsa upp á sumarið.

By |2012-04-19T18:04:20+00:00apríl 19th, 2012|Uncategorized @is|Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt sumar!

Hjörtu úr hvítri ull

Þessi hjörtu eru þæfð úr hvítri ull, kjarnin er úr svampi. Síðan eru blöð og blóm saumuð í eftir á. Engin tvö eru alveg eins.  

By |2012-04-15T14:39:59+00:00apríl 15th, 2012|Heimaframleiðsla|Slökkt á athugasemdum við Hjörtu úr hvítri ull

“Vörutalning” á Bægisá

Sunnudaginn 25.3. 2012 fór fram fósturtalning hjá okkur. Að venju sá Gunnar frá Sandfellshaga um talninguna. Útlitið er gott fyrir vorið í ár. Einungis fjórar ær voru lamblausar. Álíka margar töldust með eitt og með þrjú.   Ingólfur Samúelsson, Stefán bóndi, Pálmi Lárusson og Gestur Hauksson. Guðmundur Skúlason stendur í garðanum.

By |2012-04-15T14:38:23+00:00apríl 15th, 2012|Uncategorized @is|Slökkt á athugasemdum við “Vörutalning” á Bægisá

Innbundnar bækur

  Skemmtilgar línustrikaðar bækur með áfastri ullarkápu. Örþunnt efni/mynd er handþæft , þurrkað og síðan límt utan á stílabók.

By |2012-04-07T15:44:10+00:00apríl 7th, 2012|Heimaframleiðsla|Slökkt á athugasemdum við Innbundnar bækur

Gráflekka-flottasta ærin á bænum

Það má nýta gamlar lopapeysur í ýmislegt. Þessi kind leit dagsins ljós síðl. helgi. Búkurinn er í tveimur lögum ( stuttermabolur að innanverðu, lopapeysa að utanverðu). Haus og fætur eru úr vélprjónuðu efni. Kindin er fyllt með polyesterfillingu. Augun eru tvær stórar tölur. Allt efnið í kindinni eru endurnýtt föt úr nytjamörkuðum t.d. hjálpræðishernum.

By |2012-04-07T15:35:33+00:00apríl 7th, 2012|Heimaframleiðsla|Slökkt á athugasemdum við Gráflekka-flottasta ærin á bænum

Fleiri töskur

Tvær mismunandi gerðir af hliðartöskum.   Stór innkaupataska úr svartri ull með hvítum lokkum.

By |2012-04-07T15:16:05+00:00apríl 7th, 2012|Heimaframleiðsla|Slökkt á athugasemdum við Fleiri töskur

Gleðilegt nýtt ár 2012

Nýársheimsókn hjá hrossunum, sem eru á beit í Garðshornshólfinu. Það var farið út eftir á skíðum , en svo  máttu Astrid og Beggi til með að fara aðeins á bak .                                                  …og auðvitað kom Tobbi líka með okkur…              Beggi og Tryggur gamli                                                                            Moldi og Astrid

By |2012-01-01T16:10:07+00:00janúar 1st, 2012|Uncategorized @is|Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt nýtt ár 2012
Go to Top