Áður fyrr geymdu íslenskar konur saumþráð, sem þær spunnu úr ull, undinn upp á kinda- eða geitaleggi. Hétu það þráðarleggir.

Garninu var vafið þétt um legginn til að myndaðist mynstur og siðan endinn festur svo að ekki rakni upp. Sjálfir leggirnir voru stundum litaðir og jafnvel skreyttir.

Þráðarleggir voru fyrrum vinsælir til gjafa meðal kvenna og gengu jafnvel í erfðir milli kynsloða.

Leggirnir sem nota á fyrir þráðarleggi verða að vera úr fulloðnu fé, oftast eru notaðir framleggirnir. Það er mikið verk að hreinsa leggina vel og ná mergnum úr. Það þarf að sjóða þá lengi, skipta oft um vatn, skola þá siðan og þurrka. Til að fá þá hvítara er gamalt húsráð að láta þá liggja úti í frosti í eitt tvö dægur. Ýmsum aðferðum má beita við litun leggja, t.d. að jurtalita eða sjóða þá í té- eða kaffilegi.

 

Myndir 1145 Myndir 1143