CIMG0649

Þessi taska er þæfð úr svartri lambsull. Botninn er sporöskjulagaður og stífaður með auka innlegg .

Framan á töskunni eru litlir bútar úr fiskiróði. Í efri kantinn eru saumaðar fimm umferðir með saumavél.

CIMG1118

Nokkrar töskur með síðum axlaböndum. Það hefur reynst mér best varðandi reimarnar að þæfa utan um heklaða snúru úr plötulopa(9-fald),til að fá reimarnar jafnar og sterkar.

Inni í þeim töskum er lítið aukahólf klætt með bómullarefni fyrir gemsann eða lykla.