CIMG3268 - CopyCIMG3269CIMG3270

Það er ótrúlega skemmtilegt og mjög auðvelt að baka sitt eigið flatbrauð. Ég set tvo hluta hveiti á móti einum hlut af heilhveiti og einum hlut af rúgmjöli í stóra skál. Ég vil leggja áherslu á það að þarf ekkert annað í uppskriftina nema einhver vilji hafa t.d. kúmen eða eitthvað annað. Síðan er hellt sjóðandi vatni yfir mjölið og hrært hraustlega í því með sleif. Massanum er sturtað á bekkinn og núna þarf að hnoða hann til að fá slétt og jafnt deig. Deigið er auðvitað mjög heitt en það er einmitt þá sem þarf að hnoða það. Svo er rakleitt farið í það að skipta deiginu í jafnar einingar og fletja út kökur á stærð við lítinn disk-ekki allt of þunnar (1-2 mm). 

CIMG3272CIMG3274 - Copy - Copy

Flatkökurnar eru steiktar beint á hellu. Það kemur mikill reykur og þess vegna er gott að gera þetta ekki í íbúðarhúsinu. Ég sjálf er með auka hellu sem ég get stungið í samband úti í skemmu og þar steiki ég kökurnar. Hellan er höfð á mestum hita og kökurnar eru steiktar mjög stutt á hverri hlið og sífellt hreyfðar. Svo er gott að láta þær kólna á grind.

CIMG3275

Ótrúlega góðar. Ekkert mál að frysta.