5 tsk. þurrger
2 msk. sykur
1 tsk. vanillusykur
100 gr brætt smjör
600-700 ml volg mjólk
200 gr rúsinur
Hnoða deigið í eldhúsvél ( sleppa rúsinunum í bili) og gefa deiginu góðan tíma til að hefast. Hnoða siðan aftur í höndunum og hnoða þá rúsinunum saman við. Skipta deiginu í tvo hluta, þannig að annar hlutinn samsvarar 2/3 af deiginu og hinn 1/3.
Úr hvorum deighluta eru búnir til þrír strengir sem verða fléttaðir saman og endarnir faldir undir. Stærri fléttan leggst á ofnskúffu og miðjan þrýst aðeins niður. Litla fléttan leggst ofan í dældina.
Nú fær fléttubrauðið góðan tíma til að hefast undir rökum klút. Það á að verða bústið og fallegt.
Siðan penslast yfirborðið með eggjamjólk (1 eggjarauða og 2 msk. mjólk).
Brauðið fer í forhitaðan ofn og bakast við 175° C í rúmlega 30 mín.